föstudagur, nóvember 12

snæfinnur snjókarl&rósa frænka

svona er nú tæknin í dag, ég var búin að skrifa fullt skemmtilegt sem hvarf líkt og dögg fyrir sól... en nei ég hverf barasta alls ekki þannig að taka 2....

Í dag kom vetur á Íslandi með hvítum snjó, hálku og tendruðum seríum víðs vegar um bæinn og jólakókómjólk, jólabjór og jólaengjaþykkni. Pínu oggiponsu kósý að hafa snjó úti og sjá skóförin þegar maður labbar í honum...

Eftir langan og afkastamikinn dag á Þjóðó fór ég heim í sex and the city, ahhhh, long time no see... ég horfði á þáttinn þar sem Carrie fékk tannbursta heima hjá Big og þar sem hún hætti með honum... þessir þættir eru svo mikil snilld, allt við þá, ef karlmenn vilja einhverja innsýn inn í hugarheim kvenfólks á að horfa á þessa þætti, ég sver það, ég finn til samsömunar og samkenndar í hverjum eina og einasta þætti, ég held stundum...nei.... en mæli með þeim fyrir alla, hressa mig allavega alltaf við.

Anna Kristín kíkti í heimsókn og við vorum góðar við konuna mína og fórum og keyptun Dominos handa henni og komum með í vinnuna, ég meira að segja passaði að setja ekki ananas hennar megin, já alveg eins og kærustupar, ég veit. Ég og Arna eigum meira að segja 1 árs innflutningsafmæli þann 23.nóvember.....þannig að næstu helgi á ég eins árs brake up helgi, á lausu í heilt ár...vá....hefur ekki gerst frá því að ég eignaðist fyrsta almennilega kærastann 1996 sem ég ætlaði að láta lífið fyrir. Auðvitað hef ég samt verið skotin í einhverjum frá því að ég man eftir mér og þar af leiðandi verið hans þó hann vissi það ekki en já, vá...1996. Svoldið skrýtin upgvötun. allar vinkonur mínar lofsama þó singledom og hversu nauðsynlegt það er fyrir hverja einu og einustu stelpu, jú get svosem verið sammála því, en maður verður samt alltaf að vera með eitthvað í pottinum...? mér finnst það..
... but I still havent found what I am looking for....
i have to be with you....only to be with you.....

hey, ég á afmæli eftir tæpan mánuð og er strax búin að setja saman gjafalista og er á fullu að plana eitthvað geim....er ekki stemming fyrir því?
auðvitað er árlegi jólagjafa og delux jólakorta listinn líka komin upp og ég er ekki frá því að það hafi nýjir bæst við í ár og nokkrir dottið út. Ég fékk snilldarhugmynd um delux jólakortin í ár, en verðið að bíða og sjá hvort að þið fáið eitt slíkt.....

ég stefni í að gefa 2 afmælisgjafir í þessum mánuði og er búin að plana þær báðar og er vel á veg komin með að klára aðra þeirra, svo skipulögð!!

klipping á Supernova á morgun með Örnu, svona mini make over, veit ekki alveg hvað ég geri en skærin verða tekin fram og hár mun fá að fjúka.

varð vitni að mjög rómantískum atburði í dag þar sem að kærasti Völu skólavinkonu kom suprise heim frá Köben í dag og hún var svo glöð...jey fyrir þau. öfundaði hana samt smá pínkulítið við að plana eitthvað fyrir einhvern svona massívt og taka sig til fyrir einhvern... mig langar að plana eitthvað fyrir einhvern...auðvitað plana ég bara fyrir sjálfan mig í staðin en svona...gaman... sem by the way, tók Legolas og Aragorn með konunni í gær, svaf vel þá nótt með þó nokkrum andfælum um Gollum en óóóó Legolas....og karlmaðurinn Aragorn...
allar stelpur eiga að eiga Lord of the rings myndirnar...

særún frænka var að gefa mér heavy flott fjólublátt blúndu korselett með tilheyrandi sokkaböndum og sokkum frá Victoryas secret, en hvenær fer maður í svona outfit? samt gaman að eiga í fataskápnum..svona fullorðin single woman eitthvað, svona hálfgert steitment.
lesa stelpur of mikið í einhver tákn sem bara eru ekki til staðar? oftúlkum við allt? segja strákar hlutina beint út og segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja?
eða erum við öll bara pollýönnur?
ég hugsa að ég fari að kúra með damien...

your mouth your mouth...cant believe what I found.....except u my love.....


1 ummæli:

eks sagði...

við over analyzum og strákar segja bara helminginn!!! Mig er strax farið að hlakka til afmælisins þíns, birthday girl ;)